Við

Við búum í Mosfellsbæ og eigum eins og er 4 hross. Frúin er Sigríður Rún, hún hóf sinn hestaferil árið 1995 í kennaraverkfallinu mikla þegar hún óð niður í hesthúsahverfi og bankaði á dyr og bað um að fá að hreyfa hesta í staðin fyrir útmokstur …  Þar fékk hún aðgang að ljúfum hesti sem hét Þokki og þá var ekki aftur snúið. Árið 1997 keypti hún sér sinn fyrsta hest, brúnskjótta, 5 vetra hryssu sem hét Skíma og síðan þá hefur hún verið með annan eða báða fætur í hestamennskunni.

Húsbóndinn heitir Jóhannes Valberg en hann byrjaði samt ekkert í hestum fyrr en hann kynntist frúnni sinni, en hefur þetta alltsaman í blóðinu og er mjög efnilegur. Hann fór m.a. á járninganámskeið og getur nú skóað flest hrossin án vandræða, einstaklega hentugt. Börnin eru drengir fæddir 1999 og 2007, efnilegir í útmoksturinn!

293501_2377842884739_7671344_n

Við erum líka víkingar