Parelli Natural Horse Training

Pat og Linda Parelli er fólkið á bakvið þessar þjálfunaraðferðir. Fyrirtækið var stofnað árið 1981 og hafa þau hjón unnið ötult starf í þágu natural* reiðmennsku síðan.

Parelli Natural Horsemanship felur í sér að mynda samband við hestinn sinn og læra á persónuleika hans. Parelli kennir einnig almenna reiðtækni en áherslan er lögð á umhyggju, samskipti og leiðtogahæfni. Þetta felur í sér að hestamenn læra:

– að ná árangri án afls
– að ná vináttu án yfirráðs
– að ná samvinnu án ótta
– að ná vilja án hótana
– að ná samhljómi án þvingunar

Hægt er að skrá sig í fjarnám á parelliconnect.com og fæst þá aðgangur að miklum upplýsingum og að öðru fólki á svipuðu róli og maður sjálfur.

á http://www.parelli.com/  er svo hægt að fræðast betur um hvað málið snýst.

á facebook er hægt að skoða aðdáendasíðuna þeirra: https://www.facebook.com/ParelliNaturalHorseTraining

Enn sem komið er hefur Parelli ekki náð almennilegri fótfestu hérlendis en margir eru forvitnir og ég hvet alla til að skoða þetta nánar. Parelli snýst ekki um sirkusatriði eða valdastjórnun heldur um að bæði hestur og hestamaður séu samstíga í þjálfun og upplifunum.

3301040_orig

Pat Parelli

1640757_orig

Linda Parelli

*ég gat ekki þýtt natural þar sem þetta orð þýðir ekki „náttúrleg“ eða „eðlileg“ í þessu samhengi … heldur kannski meira „samhljómur“ eða „samstíga“.
Það er frekar erfitt að skrifa um þessa umgjörð á íslensku þar sem það virðist vanta íslensk orð yfir margt sem þarna fer fram, og þykir mér persónulega það staðfesta vöntunina á kennslu og fræðslu í þessum efnum hérlendis.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s