Hnakkar

Á eitthvað af þessu (eða fleiri en eitt atriði) við þinn hest? Ef svo er gæti ástæðan verið að hnakkurinn passar ekki eða er að valda honum sársauka.

1. Hristir eða hendir til höfðinu
2. Stendur ekki kyrr þegar farið er á bak
3. Flýtir sér niður brekkur
4. Sjónhræddur eða hvumpinn í reið
5. Er með alltof háan höfuðburð eða ofvöxt í hálsi (hjartarháls)
6. Leggur kollhúfur eða frísar (hátt og snöggt) þegar hann sér þig mæta með hnakkinn
7. Slær afturfótunum í hælana á framfótunum (slær sig)
8. Alltaf að flýta sér, vill ekki feta/brokka/stökkva/tölta rólega
9. Kargur eða hikar að fara áfram
10. Er rólegur í upphafi reiðtúrs en verður stressaður og ör eftir því sem farið er lengra
11. Vill ekki sveigja sig upp á aðra eða báðar hliðar (hnakkur of þröngur við hrygginn)
12. Reynir að bíta (þig, aðra hesta, dót eða bara eitthvað) þegar hnakkurinn er hertur
13. Sekkur með bakið þegar farið er á bak (bakið sveigist niður)
14. Hrekkir
15. Vill ekki stökkva uppá báðar hliðar
16. Gangtegundir eru snubbóttar og hann er skrefstuttur
17. Hrasar í reið (en ekki undir sjálfum sér)
18. Krafsar þegar hnakkurinn er hertur
19. Fer áfram með bakið svagt (sveigt niður)
20. Fer með nefið upp fyrir bitið (ganar)
21. Erfitt að fá hestinn til að fara beint áfram
22. Reisir höfuðið þegar hann stekkur (á við um hindrunarstökkhesta)
23. Hvít hár sjást á herðum og á baki
24. Bakið og/eða herðar eru bólgnar eftir reiðtúrHefðbundin íslensk reiðmennska felur í sér að eiga fleiri en einn hest og mjög oft er það þannig að fólk á 1-2 hesta, eða fleiri. Hnakkar eru ekki hannaðir til að passa á hvaða bak sem er og eru til að mynda til hnakkar sem passa betur á hesta með stutt bak og aðrir sem passa mun betur á hesta með langt bak. Einnig þarf að taka inn í myndina að hestar eru misjafnlega herðabreiðir og  fylltir í baki (vöðvar kringum hrygginn). Því gefur það auga leið að eigi fólk misjafnlega vaxna hesta, þarf það helst að eiga mismunandi hnakka líka – maður ríður ekki stutta og vöðvafyllta klárhestinum í sama hnakki og þeim langa með stífa bakið.
Ekki nóg með að hestar séu afar mismunandi vaxnir heldur erum við það einnig. Kvenfólk þarf örðvísi hnakka en karlmenn þar sem bæði mjaðmagrindin og lær-og leggbein eru mismunandi. Þá breytist einnig líkamsvöxturinn eftir aldri, það skal enginn segja mér að „hræddar konur“ séu neitt annað en konur sem hafa breyst í vexti eftir barnsburð og þar að leiðandi tapað niður annars ágætu jafnvægi á hestbaki. Þetta er ekki algilt eins og fátt er en til að hafa sem best jafnvægi á baki er lang best að fá sér sérsniðinn hnakk eftir manns eigin rassi, og kaupa svo hesta í hnakkinn …
🙂
youtubb

Developing your horse’s back: the biomechanics of engagement

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s