febrúar tvenna fjórtán ber

En ekki þetta árið! Nú er hlaupár og febrúar ógeðslega langur!!! Janúar var líka óvenju langur! Bara verið að reyna að gera veturinn alltof langan!

Veðrið er stundum svakalega gott (eins og í dag) en oftast óféti. Rok, rigning, skafrenningur (alvöru skafrenningur), snjókoma, rok, rok og rok. Stundum stormar! Næsti stormur er á föstudaginn, vei.

Kynning og Rimma eru búnar að vera á húsi síðan um áramót, rakaðar og komnar loksins á skeifur. Mér tekst að skreppa á bak af og til, ef barnapían kemur þá kemst ég á virkum dögum annars bara um helgar. Eins gott að það sé ekki stormur um helgar! Kynning er feit, samt ekki eins feit og í sumar … en svakalega svangt barn! Hún er bara í brokk trimmi og ég lónsera hana svoldið í hjálpartaumum til að fá nebbann niður og bakið upp, henni finnst þetta frat en vandaði sig fyrst í dag … kannski afþví veðrið var gott?

Rimma kom inn í fanta formi (?) og búin að ákveða hvernig skal haga þjálfuninni á sér! Ef ég lónsera hana þá fer hún sjálf upp á brokk og niður á fet svona sirka þegar ég er alveg að fara að hugsa mér að breyta um takt! Hún vandar sig og er á leiðinni að verða mjög föst fyrir týpa! Þarf s.s. að passa það (noted). Hinsvegar þá held ég að hún hafi verið að æfa gangtegundir á meðan hún var í fæðingarorlofi og kann núna heilmikið meira en þegar hún fór í fríið! Hún töltir eins og engill í höfuðburði og fótaburðurinn kíkir í heimsókn stundum. Hún kemst upp að hraðri milliferð áður en hún svissar yfir í skeið (skeiðtölt) en reynir eins og hún getur að hreinsa sig og tekst það stundum, aðallega í samreið. Hún er ljúf í beisli ef ég fikta ekki mikið í henni og hemur sig í skapinu oftast … reyndar rauk hún í fyrstu tveim reiðtúrunum en ég kenni þar um eldi enda búin að kappfóðra þær stöllur síðan um áramót án þess að ríða neitt út. Hún rauk samt á skeiði svo það er alltílæ. Hún blæs ekki úr nös þó að ég ríði greitt milli bæja og ég veit eiginlega ekki afhverju hún er í svona góðu formi … ekki kom ég í neinu formi úr barnseign núna síðast, nema þá hringformi! Við Kynning erum meira í stíl, en hún hefur enga afsökun!

Bara varð að taka púlsinn á hrossastússinu enda lifðum við af Janúar og siglum ótrauð inn í Mars (sem er vonandi bara stuttur).

Svo má koma vor!

69164052_10220243314052280_7729932013053935616_n

Rimma að æfa tölt fyrir veturinn!

86183229_10221873560647426_2802820065945190400_o

Hjúin í febrúarreiðtúr á Rimmu og Kynningu

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s