2020

Kúl ártal!

Nú, haustið er liðið, jólin og áramót.
Við tókum RISA skurk í jólafríinu og kláruðum „hesthúsið“ sem er í raun haughús en við köllum það samt kastalann … til að upphefja haughúsið! Byrjuðum í haust og þetta tók laaaangan tíma, en virkar sem hesthús okkur til mikillar gleði. Náðum að taka inn öll hrossin um áramótin svo enginn yrði hræddur og héldum svo inni Rimmu, Kynningu og Braga. Bragi fer út núna bara þegar það er hvorki gul né appelsínugul viðvörun … en þær koma í hrönnum eins og er.

Ég hélt Braga inni til að spekja hann og venja við að vera tekinn, setja mél uppí hann og aðeins svona vinna smá með hann. En hann er eins og ljós, spakur og yfirvegaður  –  en eyrnastyggur. Erum að vinna í þessu.

Rimma og Kynning þurfa nýjar skeifur á sköflum , hér er bara alltaf klaki.

Aska er feit og fín og Starri mætti vera feitari en virðist pluma sig ágætlega í útigang. Hann er SVO leikglaður að það hálfa væri nóg, ægilegur krakki. Bragi líka, en greinilega árinu eldri í þroska.

Kindurnar eru báðar fengnar sýnist mér, moka í þær heyi og brauði. Hrúturinn er frekar spakur og reynir af og til að vera með frekju svo við erum orðin þrautþjálfuð í kúngfú ef hann reynir eitthvað. Hlakka til að fá lömb í maí.

Hesthúsið er þannig að ég er með 4 eins hesta stíur. ætluðum að hafa 1 hesta og 2 hesta stíu öðru megin en það hefði orðið svo þröngt að við slepptum því. Í staðin er ég með 4 hesta hús … þarf svossem ekki meira eins og er. Ein stían á að vera fyrir kindurnar þegar þær bera í vor, ef þær fást til að fara inn! Hinar stíurnar eru steyptar og ægilega smart. Þetta er allt agalega smart sko.

Samt haughús.

Dýrin á nýju ári

Haughesthúsið … kastalinn

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s