Vetur á næsta leyti

Tíminn flýgur og hrossin hafa sameinast í „haustbeitinni“ hér á bæ. 5 hross í pínkulítilli haustbeit. Að vísu erum við á fullu að dubba upp haughúsið undir hlöðunni svo ég geti sett þar inn hross og kindur … allt að koma en soldið stress. Búin að kaupa hey fyrir inniganginn og á hey af túninu…