Minna-Mosfell

Þar sem okkur þótti ekki nóg að verða bomm þá keyptum við okkur eitt stk. sveitabæ svona samhliða. Þetta kom reyndar óvart til á sama tíma og ég varð ólétt og var alls ekki ætlunin að standa í stórkaupum á býli OG reyna að halda barninu heilbrigðu (og mér). Það hefur gengið sæmilega þó, dáldið um háþrýsting hjá mér og hefur tekið töluvert lengri tíma en átti að gera samninga um býlið og allt það … en nú líður senn að fæðingu sveitadömunnar og býlið verður senn einnig í okkar eigu.

Hestalega séð hef ég EKKERT gert í vetur nema koma guttanum gegnum námskeið á Stillingu, leggja á og labba með var sirka það eina sem ég gat gert. Jú ég fór að vísu á eitt hestanámskeið komin 7 mánuði á leið – í vagnhestaakstri – sem var MJÖG gaman og ég vil gera þannig.

Aska og Kynning eru á Akranesi í útigang og Rimma og Starri eru á Dýrfinnustöðum. Þau koma í bæinn um leið og búið er að gelda guttann fyrir mig. Hvort þau koma hingað eða út á Akranes veit ég samt ekki ennþá … get ekki planað svona langt ennþá. Þarf að klára eitt stk. fæðingu fyrst.

Sumarið er að koma, heyrði í lóu í dag og það er rigning og rok. Ekta.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s