Fullt að gerast – en ekki í hestunum!

já. sko.

Þetta hófst allt með þursabitinu.
Ég fékk í bakið í haust og varð bara alveg úr leik, gat ekki hugsað um hestana, gat ekki staðið, legið, setið – ég endaði bara í sjúkraþjálfun og aum. Setti hryssurnar í haustbeit og einbeitti mér að því að laga bakið. Það tókst reyndar á ótrúlega skömmum tíma, en í kjölfarið komst ég að því að ég var ófrísk! Þannig að merarnar fengu töluvert lengra frí en þær áttu að fá!!! Kynning átti að vera í þjálfun í vetur en það frestast fram á næsta vor/sumar/haust. Aska þarf bara að dúsa í útigang þangað til ég hef orku til að eiga við sprellið í henni 🙂 Rimma verður fyrir norðan með Starra en mögulega sæki ég þau í vor (eða læt senda þau) þar sem að ég hef ekkert að gera með nýtt folald strax, ég er að rækta undan sjálfri mér fyrst.

Nú hitt sem við höfum verið að bardúsa er að kaupa sveitabæ! Jebb. Við ákváðum á nánast sama augnabliki og ég varð bomm að það væri þjóðráð að kaupa sveitabæ með gistiheimili í rekstri svona til að hagræða aðeins! Það tók um 3 mánuði að vasast í þeim kaupum en nú erum við að flytja. Hrossin hins vegar koma seinna, þó það sé nú pláss hérna, en allt er á kafi í snjó, ég er komin með vömb og get ekki alveg staðið í miklu hrossastússi eins og er. Ætli merarnar komi ekki bara í vor, rétt fyrir minn burð eða rétt eftir … veit það seinna – er hætt að plana hluti.

Guttinn er amk á námskeiði á Stillingu. Svona smá hestafrétt.

En þó það færist nú ró yfir hestablogg þá skrifa ég síðar, tívefld.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s