Starri Þristson

Loksins dró til tíðinda í ræktunnarbrasinu hjá okkur og Rimma kastaði brúnu hestfolaldi á milli rigningadaga. Maímánuður er vægast sagt búinn að vera ÖMURLEGUR með rigningu, hagli, slyddu, roki og kulda upp á nánast hvern einasta dag. Það hefur reyndar þótt bara nokkuð gott ef það „bara“ rignir … svo slæmt er það. Rimma átti að kasta um miðjan maímánuð en ekkert bólaði á folaldinu. Dagarnir voru dimmir og blautir og blessunin hefur ákveðið að halda þessu bara inni í hlýjunni sinni og ekkert að vera að kynna það fyrir ömurlegum vormánuðum. Fyrsta daginn sem það kom sól, kastaði hún á sirka hálftíma. Folinn sem fæddist var kominn á spena á innan við klukkustund og farinn að leika sér eftir tæpa tvo tíma.

Við erum náttúrulega afskaplega ánægð með folann en veltum fyrir okkur hvort Rimma ætli alltaf að svindla á skjóttum litum – en hún sjálf er undan brúnskjóttri meri. Litli folinn er undan Þristi frá Feti sem er brúnskjóttur sjálfur. Rimmu er eitthvað illa við skjótt held ég. Mættum við þá biðja um að hann verði faxprúður Rimma mín?

Litli folinn fékk nafnið Starri.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s