árið gengur aftur

… eða afturábak amk. Það var komið ægilega fínt vor en síðan fór bara að snjóa með hryðjum og hefur verið þannig í amk viku, jafnvel tvær. Allt blautt og drullugt. Sauðburður hafinn og hrossin EKKI sátt með að vera úti í vonda veðrinu, lömbin hafa forgang inni.

Annar ganga hrossamál vel. Aska er í essinu sínu og töltir voða smart, farin að nýta afturpartinn betur og gefur í inn á milli. Orkan er mikil og viljinn jafnvel bara ágætur af og til. Hún er að verða kröftugt reiðhross.

Kynning temst vel. Hún er yfirveguð og ekki með neitt vesen. Hágeng og brokkar bara. Erum farnar að kenna henni sniðgang og að víkja undan þrýstingi á ferð. Hún er ekki með nein læti svo þetta bara kemur með kalda vatninu. Skemmtilegt tryppi.

Hervör er enn útí stóði að hvíla sig. Hún fer á járn næst þegar járningamaðurinn kemst og fer svo ef allt gengur að óskum í þjálfun í sumar í mosó. Eftir þjálfun fer hún annaðhvort í sölu eða ef Jói getur notað hana fær hann hana kannski. En við sjáum til.

Rimma á að kasta í næstu eða þarnæstu viku. OMgosh … hlakka til!!!

🙂

31949456_10216528543785345_6765970175909953536_o

Þetta á að kallast vor …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s