Komið vor … og nánast sumar!

Hef ekki skrifað lengi en það er bara afþví það er svo mikið að gera!

Veðrið er búið að vera svona la la en síðasta vika var reyndar hlý og næs. Hervör er komin í langþráð frí eftir að hafa staðið sig prýðilega. Hún var hinsvegar orðin þreytt og farin að sýna kergju svo ég mat það að hún þyrfti að fá hvíld fyrir næstu átök. Aukinheldur var Kynning komin á járn og mig langaði að einbeita mér að því að gera hana reiðfæra hvissbammbúmm.

Aska er orðin mjög fín eftir námskeiðið hjá Súsönnu, liðkaðist töluvert og styrktist. Hún þorir að beita sér betur en höfuðburðurinn fór alveg út og suður svo við erum að laga það akkúrat núna. Svo er hún komin á leðurbotna og við það lagaðist töltið.

Kynning er búin með nokkra reiðtúra. Hún stendur sig vel en er bara allt of feit!!!! Lítil orka, feitabolla en þetta kemur. Hún brokkar bara og er næm í beisli. Við notuðum fyrst méllaust en hún fór svoldið á móti því, það lagaðist um leið og við settum upp í hana mélin. Nú er málið bara að grenna hana…

Rimma á að kasta í maí …bara rúmur mánuður í þetta yee.

28699210_10216023596561980_2343015767302459661_o

Stilling teymir Kynninguna sína

28951892_10216050949485786_8965222812780331008_o

Aska að prufa stangir

29060359_10216217770656211_1454040154714843140_o

Kynning á fleygiferð

30411864_10216306596596804_2546338143880085504_o

Búin í reiðtúr nr. 2 í dalnum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s