Febrúarsnjór

Loksins snjóaði í febrúar!!! En snjónum fylgdi enn eitt slysið og í þetta sinn var það Venus, hinn gyllti einhyrningur. Hún risti upp á sér fótinn alveg eins og Snerpa gerði um jólin og er komin á pensillín og vesen. Fúlt þar sem hún er svona með skemmtilegri hrossum þarna, að öðrum ólöstuðum (nema Snerpu).…

Febrúar

Það er bara nokkuð gaman í hestamennskunni. Veðrið er þokkalegt, ekki kalt myndi ég segja – það er frekar rigning og rok heldur en frost á Fróni. Hestarnir eru náttúrlega blautir og skítugir og maður kemur drullugur upp fyrir haus heim á hverjum degi. Samt gaman. Rimma stendur sig enn vel, verður þjálli og skemmtilegri…