Brák

Hersir er farinn til nýs eiganda og við erum komin með nýja meri! Hún er 2 vetra, móálótt, undan Blævari frá Stóru-Ásgeirsá. Skemmtilegar ættir á bak við hana m.a. Otur nokkrum sinnum, Orri, Andvari og Galsi frá Sauðárkróki. Hún hreyfir sig ágætlega, líklega klárhross og gordjöss á litin. Alltaf fell ég fyrir litum! Klassísk Sigga.…

Af einstaklingum

Svo skemmtilega vill til að hestar eru eins misjafnir og þeir eru margir. Ef það er eitthvað sem gerir hestamennskuna áhugaverða þá eru það þessir mismunandi karakterar sem maður hittir, sumir heilla mann og aðrir eru óþolandi. Ég hef hitt svo marga skemmtilega hesta gegnum ævina að ég gæti fyllt út heila bók. Sumir voru…