Sumarið senn á enda

eða þannig … það er amk ekki beint sumarlegt veður svona í byrjun Júlí! Týr er að læra að fara í gegnum girðingar … okkur til skemmtunnar! Hann bítur bara í rafmagnsgirðinguna, ullar á okkur og labbar í gegn – BEST að fara að setja rafmagn á og sjá hvað honum finnst um það! Ætla…

Vera köstuð

Vera kom með rauðskjótta hryssu með blesu í ár … það var nú eiginlega það sem frúin óskaði eftir í fyrra! Jah. En nú á vera rauðskjóttar alsystur og þær eru báðar æði sætar.

Beit

Við tókum hvítasunnudaginn snemma og vorum komin á fætur klukkan 7.30 til að fara í almennilegt hestastúss. í gær riðum við hestunum í garðinn hjá foreldrum frúnnar þar sem þeir fengu að gista yfir nóttina (að sjálfsögðu datt einhverjum heilvitum í hug að skjóta upp flugeldum AKKÚRAT þetta kvöld svo hestarnir voru ekkert neitt voðalega…

100 pósturinn

Búin að blogga 100 sinnum! vei. Þetta blogg er um Ameríku, flugur og fjarlægðir. Í fyrsta lagi ætla ég að leggja fram formlega bloggkvörtun yfir því að hér á Fróni séu til alveg þokkalega margar hestavöruverslanir … sem selja allar sama stöffið. Fjölbreytnin er lítil sem engin og EF einhverjum dettur í hug að vera…

Lokanámskeið

Við erum hér með útskrifuð úr „vinna í hendi 1 og 2“ námskeiðinu sem við stunduðum grimmt í vetur. Upphafið var þannig að við komum með hestana inn í höll og létum þá gera ýmislegt, m.a. að hoppa yfir tunnur … Atlas tók t.d. bara alls ekki vel í það og gaf kennararnum okkar vægt…

Okkur fannst hrossin orðin fremur lappalöng svo við mældum hófana á Atlasi rétt áður en við járnuðum (við = húsbóndinn). Hann var með akkúrat 9 cm langa hófa, sem er skv. nýjum reglugerðum um hófa á keppnishrossum í lengsta lagi, en samt í lagi. Okkur fannst hann vera með allt of langa hófa – svo…