fleiri námskeið

Frúin fór á einkanámskeið nr.1 hjá Rúnu Einars í kvöld – kom svoleiðis í skýjunum heim að hún næst vart niður í bráð. Lærði bæði á sjálfa sig og Tý á skömmum tíma og Rúna kenndi henni smá jóga“trikk“ á baki sem svínvirkar bæði á hana og hestinn! Ský í sjöunda himni!  

R O K

Við sko fórum í reiðtúr í kvöld! Tekið að dimma, brjálað rok og með báða bjánana! Það var aldeilis hersingin sem lagði af stað … Guðrún hesthúsaeigandi með Perlu sína og tryppi í taum (hann hneggjaði, hoppaði og skoppaði alla leiðina), Begga hesthúsaeigandi með mömmu tryppsins (sem var bara ljúf og góð), ég með Atlas…

Pat Parelli x2 og gehritten

Húsbóndinn fór með Tý á Pat Parelli, við ætluðum að leyfa hestinum að rasa aðeins út fyrst þar sem hann var að DREPAST úr fílu og frekju í gær og vildi ekkert þýðast frúnni. Við viljum meina að hann sé að springa úr eldi … já eða við hreyfum hann ekki nóg … Allavega, þá…

Námskeið x2

Eldri guttinn fór á sitt annað námskeið með Atlasi og gekk þeim mun betur í þetta skiptið. Atlas var frískari og guttinn kom honum vel úr sporunum – eins gott því þau fóru í „eltingaleik“ og hefði verið vandró ef Atlas hefði bara staðið kyrr. Nú er bara að taka fyrir taumhald og ábendingar hjá…

tölt

TWH (Tenneessseeeeee walking horse) að sýna hið fínasta tölt, ekki ofþyngdur, ekki með of grófan beislisbúnað (þó hann sé aðeins of grófur fyrir mitt leiti) og ekki óánægður hestur. Gaman að finna svona myndbönd. Mister Twister   Á móti kemur svo þetta video … sem er hreint út sagt hræðilegt, sama hestakyn TWH og það…

Pat Parelli og fl.

Húsbóndinn var tekinn í allsherjar þjálfun í dag – fyrst í klukkustunda einkatíma hjá tamningakonunni sem þjálfaði Tý. Hún sýndi okkur fram á það sem okkur grunaði nú, að öll vandamál tengd Tý eru okkur að kenna … Hann er samt frekar næmur svo við megum ekki gera mikið til að hann misskilji okkur. Jói…

Grímutölt og rok

Fórum í slagviðri í hesthúsið um eittleytið og kíktum á Grímutöltið, gaman að sjá pollana, börnin, ungmennin og unglingana í grímubúningum á tölti. Fórum svo í hesthúsið og eldri guttinn beislaði Atlas, setti á hann hnakk og fór bara sjálfur í gerðið og ekkert mál! Ekkert smá sem hesturinn er að virka vel fyrir eldri…