Starri Þristson

Loksins dró til tíðinda í ræktunnarbrasinu hjá okkur og Rimma kastaði brúnu hestfolaldi á milli rigningadaga. Maímánuður er vægast sagt búinn að vera ÖMURLEGUR með rigningu, hagli, slyddu, roki og kulda upp á nánast hvern einasta dag. Það hefur reyndar þótt bara nokkuð gott ef það „bara“ rignir … svo slæmt er það. Rimma átti…

árið gengur aftur

… eða afturábak amk. Það var komið ægilega fínt vor en síðan fór bara að snjóa með hryðjum og hefur verið þannig í amk viku, jafnvel tvær. Allt blautt og drullugt. Sauðburður hafinn og hrossin EKKI sátt með að vera úti í vonda veðrinu, lömbin hafa forgang inni. Annar ganga hrossamál vel. Aska er í…

Komið vor … og nánast sumar!

Hef ekki skrifað lengi en það er bara afþví það er svo mikið að gera! Veðrið er búið að vera svona la la en síðasta vika var reyndar hlý og næs. Hervör er komin í langþráð frí eftir að hafa staðið sig prýðilega. Hún var hinsvegar orðin þreytt og farin að sýna kergju svo ég…

Kynning

Við fórum á föstudegi milli hríða (!) og sóttum tvö hross í Hvalfjörðinn. Það voru Kynning og Hauksi, bæði undan Stillingu, sem fóru á kerruna og skutlað á sitthvorn staðinn. Kynning fór í dalinn og Hauksi í Sprett. Kynning er nýjasta viðbótin við hryssustóðið okkar en ég keypti hana í bríaríi þegar ég hélt að…

Vetur konungur

Það hafa verið umhleypingar í ár! Það er nú sjaldan sem maður segir að veturnir séu góðir á Íslandi en þessi vetur er raunverulega hundleiðinlegur! Annaðhvort er snjór og hríð eða rigning og rok!!!  Stundum dettur hann í almennilegt veður en það stendur þá yfir í svona klukkutíma. Riðum galvaskar niður í Hörð í janúar…

Mosfellsdalur

Ég skutlaði hrossunum í Mosfellsdalinn um miðjan des og það gekk glimrandi þrátt fyrir hálku. Á Þorláksmessu sótti ég svo Rimmu á Hellu og keyrði hana alla leið út á Akranes í útigang, en það var eini staðurinn sem ég fann sem kostaði ekki hönd og fót, var með skjóli, rennandi vatni og eftirliti. Auk…