Fullt að gerast – en ekki í hestunum!

já. sko. Þetta hófst allt með þursabitinu. Ég fékk í bakið í haust og varð bara alveg úr leik, gat ekki hugsað um hestana, gat ekki staðið, legið, setið – ég endaði bara í sjúkraþjálfun og aum. Setti hryssurnar í haustbeit og einbeitti mér að því að laga bakið. Það tókst reyndar á ótrúlega skömmum…

Baki brotnu

Ég er ekki bakbrotin! En ég fór engu að síður í bakinu í september og þurfti að setja öll hrossin út í kjölfarið til að jafna mig. Veit ekki hvað það tekur langan tíma að laga þetta bak en ég reikna með nokkrum mánuðum í það. Kynning var orðin ágæt bara þegar ég setti hana…

Júlí

Aska og Kynning eru báðar búnar að vera í Herði í júlí. Kynning í þjálfun hjá meistara Kötu og Aska í þjálfun hjá meistara mér!! Kynning á erfitt með að tölta og er mjög missterk en þetta opnast smám saman hjá henni blessaðri. Aska er í hnakkaprófun og ég er búin að prufa þá allnokkra.…

4 daga Starri

Kíkti á litla prinsinn og hann hefur þroskast vel þessa 4 daga sem hann hefur þreyjað. Sterkir fætur og háar herðar er það sem ég hjó eftir … en auðvitað kemur þetta í ljós með tímanum. Hann fór mest á stökki, enda mikið fjör í þessum! Einnig tölti hann og brokkaði smá svo ég býst…

Starri Þristson

Loksins dró til tíðinda í ræktunnarbrasinu hjá okkur og Rimma kastaði brúnu hestfolaldi á milli rigningadaga. Maímánuður er vægast sagt búinn að vera ÖMURLEGUR með rigningu, hagli, slyddu, roki og kulda upp á nánast hvern einasta dag. Það hefur reyndar þótt bara nokkuð gott ef það „bara“ rignir … svo slæmt er það. Rimma átti…

árið gengur aftur

… eða afturábak amk. Það var komið ægilega fínt vor en síðan fór bara að snjóa með hryðjum og hefur verið þannig í amk viku, jafnvel tvær. Allt blautt og drullugt. Sauðburður hafinn og hrossin EKKI sátt með að vera úti í vonda veðrinu, lömbin hafa forgang inni. Annar ganga hrossamál vel. Aska er í…

Komið vor … og nánast sumar!

Hef ekki skrifað lengi en það er bara afþví það er svo mikið að gera! Veðrið er búið að vera svona la la en síðasta vika var reyndar hlý og næs. Hervör er komin í langþráð frí eftir að hafa staðið sig prýðilega. Hún var hinsvegar orðin þreytt og farin að sýna kergju svo ég…