Febrúarsnjór

Loksins snjóaði í febrúar!!! En snjónum fylgdi enn eitt slysið og í þetta sinn var það Venus, hinn gyllti einhyrningur. Hún risti upp á sér fótinn alveg eins og Snerpa gerði um jólin og er komin á pensillín og vesen. Fúlt þar sem hún er svona með skemmtilegri hrossum þarna, að öðrum ólöstuðum (nema Snerpu).…

Febrúar

Það er bara nokkuð gaman í hestamennskunni. Veðrið er þokkalegt, ekki kalt myndi ég segja – það er frekar rigning og rok heldur en frost á Fróni. Hestarnir eru náttúrlega blautir og skítugir og maður kemur drullugur upp fyrir haus heim á hverjum degi. Samt gaman. Rimma stendur sig enn vel, verður þjálli og skemmtilegri…

Des-jan

Búin að reyna tvisvar að blogga og það klúðraðist í bæði skiptin. Fullt að gera og gerast … slæmt og gott. Pabbi minn lést í enda nóvember og allt hestatengt fór í pásu eiginlega bara alveg fram í janúar. Ég var ekki í neinu stuði og datt alveg úr öllum gír, sama hvaða gír. En…

Hörður í haust

Er búin að vera með Rimmu í hesthúsahverfinu í Mosó síðan í byrjun október. Það hefur verið plúsar og mínusar … plúsarnir eru vitaskuld nálægð við mig en ég bý semsagt 2 mín frá hverfinu, reiðhöll, 3-4 hringgerði, upplýstar reiðleiðir, mjúkar reiðgötur og gott veður! Eða svona … næstum alltaf gott veður – mikið af…

Rimmuhaust

Ég ætlaði ekkert að taka inn hross fyrr en í desember en, sjá, ég tók Rimmu inn í október! Helga vinkona var með hvítu merarnar sínar tvær inni svo ég sá fátt því til fyrirstöðu að byrja á Rimmu bara asap, skaust austur og sótti hana. Hún var svo fín og prúð – alveg þangað…

Stóðhestar

Nú maður er alltaf að skoða stóðhesta. Er búin að finna nokkra spennandi sem mig langar að halda undir og gætu hentað fyrir Hervöru, eða jafnvel Rimmu … svona ef hún plumar sig sem alhliða gæðingur í vetur. Steggur frá Hrísdal Þvílíkt bjútí! Svona fyrir utan litinn þá er hann bara gullfallegur, ber sig vel,…

Vera fallin

Jæja það kom að þeim degi sem ég var búin að kvíða fyrir í mörg ár, vitandi að hann myndi koma fyrr en síðar. Í vor tók ég þá ákvörðun að þetta yrði síðasta sumarið hennar Veru. Þann 11.september sl. fór hún svo á eilífðarbeitina með Sýn vinkonu sinni og þar bíður hún eftir mér…