Sumar 2020

Talandi um „það getur varla versnað“ en veturinn var náttúrulega hrikalega snjóþungur og kaldur, óveður ýtrekað og jafnvel rauð viðvörun hér fyrir sunnan. Ég tók hrossin á hús amk 2 í vetur, útiganginn semsagt, svo dýrin höfðu það fínt. Við vorum hinsvegar föst í snjósköflum sem hefur ekki gerst í háa herrans tíð. Veðurkvíði gerði…

febrúar tvenna fjórtán ber

En ekki þetta árið! Nú er hlaupár og febrúar ógeðslega langur!!! Janúar var líka óvenju langur! Bara verið að reyna að gera veturinn alltof langan! Veðrið er stundum svakalega gott (eins og í dag) en oftast óféti. Rok, rigning, skafrenningur (alvöru skafrenningur), snjókoma, rok, rok og rok. Stundum stormar! Næsti stormur er á föstudaginn, vei.…

2020

Kúl ártal! Nú, haustið er liðið, jólin og áramót. Við tókum RISA skurk í jólafríinu og kláruðum „hesthúsið“ sem er í raun haughús en við köllum það samt kastalann … til að upphefja haughúsið! Byrjuðum í haust og þetta tók laaaangan tíma, en virkar sem hesthús okkur til mikillar gleði. Náðum að taka inn öll…

Vetur á næsta leyti

Tíminn flýgur og hrossin hafa sameinast í „haustbeitinni“ hér á bæ. 5 hross í pínkulítilli haustbeit. Að vísu erum við á fullu að dubba upp haughúsið undir hlöðunni svo ég geti sett þar inn hross og kindur … allt að koma en soldið stress. Búin að kaupa hey fyrir inniganginn og á hey af túninu…

Summer of ’19

Vá alveg frábært sumar! Nýflutt í sveitina, hestarnir komnir til okkar og nú get ég starað á þá hvenær sem mér sýnist. Tryppin hlaupa um hagann og leika sér saman, þroskast og eru glaðir. Aska er öll hamingjusamari og leikur sér jafnvel við tryppin af og til, hleypur hágeng um hagann og skvettir sér –…

Minna-Mosfell

Þar sem okkur þótti ekki nóg að verða bomm þá keyptum við okkur eitt stk. sveitabæ svona samhliða. Þetta kom reyndar óvart til á sama tíma og ég varð ólétt og var alls ekki ætlunin að standa í stórkaupum á býli OG reyna að halda barninu heilbrigðu (og mér). Það hefur gengið sæmilega þó, dáldið…

Fullt að gerast – en ekki í hestunum!

já. sko. Þetta hófst allt með þursabitinu. Ég fékk í bakið í haust og varð bara alveg úr leik, gat ekki hugsað um hestana, gat ekki staðið, legið, setið – ég endaði bara í sjúkraþjálfun og aum. Setti hryssurnar í haustbeit og einbeitti mér að því að laga bakið. Það tókst reyndar á ótrúlega skömmum…

Baki brotnu

Ég er ekki bakbrotin! En ég fór engu að síður í bakinu í september og þurfti að setja öll hrossin út í kjölfarið til að jafna mig. Veit ekki hvað það tekur langan tíma að laga þetta bak en ég reikna með nokkrum mánuðum í það. Kynning var orðin ágæt bara þegar ég setti hana…

Júlí

Aska og Kynning eru báðar búnar að vera í Herði í júlí. Kynning í þjálfun hjá meistara Kötu og Aska í þjálfun hjá meistara mér!! Kynning á erfitt með að tölta og er mjög missterk en þetta opnast smám saman hjá henni blessaðri. Aska er í hnakkaprófun og ég er búin að prufa þá allnokkra.…

4 daga Starri

Kíkti á litla prinsinn og hann hefur þroskast vel þessa 4 daga sem hann hefur þreyjað. Sterkir fætur og háar herðar er það sem ég hjó eftir … en auðvitað kemur þetta í ljós með tímanum. Hann fór mest á stökki, enda mikið fjör í þessum! Einnig tölti hann og brokkaði smá svo ég býst…