Rimma í byggingardóm

Hafði mig í að fara með skvísuna í byggingardóm. Aftur var það Sörli, en fyrir akkúrat 15 árum fór ég með Veru í byggingardóm á sama stað … meiraðsegja var einn dómarinn sá sami og dæmdi Veru. Hah. Mælingarmaðurinn þekkti til Veru og Röskvu og mér bara fannst þetta rosalega skemmtilegt, allir mjög vinalegir og…

maí … stóridómur

Það er fátt um sumardrætti … Svoldið kalt ennþá. Alltílagi það er enn bara maí. Fréttir, Rimma er orðin fullorðin og fór að hitta Þrist frá Feti í síðasta gangmáli. Hann er afar prúður og FLOTTUR og við Rimma vorum bara nokkuð skotnar í honum. Vitum enn ekki hvort hann hafi plantað fræi en ef…

Prógrömm

Ég er að reyna að sannfæra sjálfa mig að ég geti búið til prógrömm fyrir hrossin. Ég er alveg mögulega með ADD þar sem öll prógrömm sem ég bý til heima í stofu, eru bara skilin eftir heima í stofu. Ég veit ekkert hvað ég er að gera uppí hesthúsi! Ég ímynda mér að ég…

Hervör

Hef verið að fara á bak Hervöru í mars og ríða um í gerðinu og reyna að kenna henni eitthvað. Hún er frekar ónæm og þung á taumana svona yfirleitt, nema stundum hrekkur hún í að vera afar næm. Er svossem ekki búin að vera mikið að kenna henni neitt, bara fá hana til að…

Magnaður mars

Það eiga hreinlega allir stórafmæli núna í ár! Nema ég og hrossin. Það breytir því ekki að hér á bæ standa öll hrossin sig prýðilega … Týr stendur sig meiraðsegja vel úti í haga, úti í Kjós, langt í burtu. Að vísu er búið að ákveða að taka hann inn næstu mánaðarmót en þangað til…

Febrúarsnjór

Loksins snjóaði í febrúar!!! En snjónum fylgdi enn eitt slysið og í þetta sinn var það Venus, hinn gyllti einhyrningur. Hún risti upp á sér fótinn alveg eins og Snerpa gerði um jólin og er komin á pensillín og vesen. Fúlt þar sem hún er svona með skemmtilegri hrossum þarna, að öðrum ólöstuðum (nema Snerpu).…

Febrúar

Það er bara nokkuð gaman í hestamennskunni. Veðrið er þokkalegt, ekki kalt myndi ég segja – það er frekar rigning og rok heldur en frost á Fróni. Hestarnir eru náttúrlega blautir og skítugir og maður kemur drullugur upp fyrir haus heim á hverjum degi. Samt gaman. Rimma stendur sig enn vel, verður þjálli og skemmtilegri…